Tap af rekstri Eginarhaldsfélagsins Smáralind ehf. og dótturfélaga nam 562 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár. Starfsemi samstæðunnar er fólgin í eignarhaldi og rekstri á verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi.

Leigutekjur námu 1.119 milljónum króna og eignir í árslok voru 11.901 milljón króna. Heildarskuldir samkvæmt ársreikningi voru samtals um 10.773 milljónir. Eigið fé nam 1.128 milljónum.

Allt hlutafé félagsins er í eigu Fasteignafélag Ísland. Í ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. kemur fram að stjórnendur eiga í viðræðum við Landsbanka og Íslandsbanka um endurfjármögnun lána, og hafa þeir samþykkt að endurfjármagna þau til 5 ára með 25 ára afborgunarferli.

„Í endurfjármögnuninni felst að lánin verða verðtryggð í íslenskum krónum sem dregur úr áhættu, þar sem stærstur hluti leigusamninga eru verðtryggðir. Í tengslum við endurfjármögnun á lánum í erlendri mynt hafa bankarnir samþykkt höfuðstólsleiðréttingar sem eru yfir 700 millj.kr. en ekki hefur verið tekið tillit til þeirrar leiðréttingar í árslok 2010. Það er mat stjórnenda að með endurfjármögnun félagsins hafi rekstrarhæfi þess verið tryggt þar sem vextir lækki og draga muni úr greiðslubyrði á vaxtaberandi lánum félagsins frá því sem nú er," segir í ársreikningi.

Ársreikningur Smáralindar .