H:N Markaðssamskipti hagnaðist lítillega á síðasta rekstrarári eða um 562 þúsund krónur, samanborið við 1,3 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 818 milljónum króna samanborið við 694 milljónir króna árið áður. Rekstrartap nam rúmlega 73 þúsund krónum en vaxtatekjur upp á tæplega eina milljón varð til þess að félagið skilaði smávægilegum hagnaði.

Eignir  fyrirtækisins námu 166,6 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins nam 27 milljónum króna. Handbært fé var 5,1 milljón króna í árslok og lækkaði um 6,4 milljónir frá byrjun árs 2017. Stjórn félagsins lagði til að hagnaði ársins yrði ráðstafað til núverandi árs. H:N Markaðssamskipti eru í eigu Ingva Jökuls Logasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og Hrefnu Bjarkar Hallgrímsdóttur.