*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 4. október 2020 15:04

566 milljóna hagnaður ÞG Verk

Eigð fé ÞG Verktaka fór úr ríflega helming í tvo þriðju eigna á sama tíma og tekjurnar drógust saman um 10%.

Ritstjórn
Þorvaldur H. Gissurarson er framkvæmdastjóri ÞG Verktaka.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður ÞG verktaka jókst um 2,8% á síðasta ári, og fór úr því að nema 551 milljón í 566 milljónir króna. Á sama tíma drógust tekjurnar saman um fimmtung, úr 10 milljörðum í 8 milljarða króna.

Rekstrargjöldin drógust saman litlu meira, eða um 21,5%, úr 9,4 milljörðum í 7,4 milljarða, en laun- og launatengd gjöld lækkuðu um 10%, samhliða því að meðalfjöldi starfsmanna lækkaði úr 172 í 142. Þannig jókst ekstrarhagnaðurinn (EBIT) um 5% milli ára, úr tæplega 609 milljónum í rúmlega 639 milljónir króna.

Eigið fé félagsins jókst um nærri fjórðung, eða 23,5% á árinu, fór úr tæplega 2 milljörðum í ríflega 2,4 milljarða króna, meðan skuldirnar drógust saman ívið meira eða um 26,3%, úr rétt rúmlega 1,7 milljörðum í tæplega 1,3 milljarða króna.

Þar með stóðu eignirnar nánast í stað, í 3,7 milljörðum króna, meðan eiginfjárhlutfallið hækkaði úr 53,6% í 66%. Þorvaldur H. Gissurarson er framkvæmdastjóri ÞG Verktaka.