Atvinnuleysi á Spáni hefur aukist enn meira á 2 ársfjórðungi og nam 24,6%. Aukningin er hins vegar minni en á fjórðungnum á undan.

Atvinnuleysi ungs fólks á aldrinum 16-24 ára hækkaði einnig og er nú 53,27.

Vonir stóðu til að vonir ferðaþjónustan myndi snúa þróuninni við í vor og sumar en það gekk ekki eftir á 2. ársfjórðungi.

Ferðaþjónustan hefur ekki mikið svigrúm til mannaráðninga, evran er sterk og á sama tíma hafa verið verðlækkanir, til að mynda á hótelum og gistihúsum.