Hagnaður var af rekstri Íbúðalánasjóðs fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs og nam hann 574 m.kr. Rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs hefur aukist lítillega milli ára vegna undirbúnings breytinga á skuldabréfaútgáfu sjóðsins. Þá urðu vaxtatekjur lægri en á síðasta ári vegna aukinnar lausafjárstöðu Íbúðalánasjóðs á fyrri hluta ársins 2004, en sjóðurinn tók þá ákvörðun að styrkja tímabundið lausafjárstöðu sína til að tryggja fé til útlána í kjölfar breytinga á útlánafyrirkomulagi sjóðsins.

Árshlutareikningur Íbúðalánasjóðs vegna fyrri hluta ársins 2004 var samþykktur og undirritaður af stjórn sjóðsins í gær. Uppgjörið var gert eftir sömu reikningsskilaaðferðum og uppgjör síðasta árs.