Hagnaður framleiðanda HTC snjallsímanna hefur fallið um 58% á öðrum ársfjórðungi ársins. Snjallsímaframleiðandinn frá Taiwan sýndi hagnað upp á 248 milljónir dollara á öðrum ársfjórðungi.

Fyrirtækið endurskoðaði einnig tekjuáætlun sína í júní og gerir nú ráð fyrir 13% minni sölu en áður var áætlað. Þessar tölur koma á sama tíma og einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Samsung, tilkynnti um methagnað aðallega vegna sölu á nýjum snjallsíma, Samsung Galaxy.

Forsvarsmenn HTC gera sér þó vonir um að útgáfur á nýjum símum fyrirtækisins eigi eftir að hjálpa til við að auka sölu og hagnað fyrirtækisins.