Samkvæmt nýrri könnun frá MMR sem framkvæmd var dagana 12. til 18. júní töldu 59% svarenda að íslenska landsliðið væri líklegt til að komast upp úr riðlakeppninni en þar af töldu 19% líklegt að liðið kæmist í áttaliða úrslit eða lengra.

Konur voru líklegri en karlar til að telja að liðið kæmist upp úr D-riðli heldur en karlar en 67% kvenna töldu það en 52% karla.

Bjartsýni á gengi liðsins fór meinnkandi eftir vaxandi tekjum og menntun.

Stuðningsfólk Miðflokksins var líklegast til að telja að Ísland kæmist upp úr riðlinum en 79% þeirra spáðu því. Stuðningsfólk Flokks fólksins var líklegast allra til að spá Íslandi sigri en 7% þeirra töldu að Ísland myndi hreppa heimsmeistaratitilinn.