Alls voru 597 fólksbílar skráðir í síðustu viku, auk 87 sendibíla, vörubíla og hópbíla. Ekkert lát virðist því vera ábílainnflutningi til landsins. Það sem af er árinu hafa alls verið fluttir inn10.284 fólksbílar sem er 35% aukning frá sama tíma fyrir ári.

Enn sem fyrr er Toyota með yfirburðastöðu á markaðnum eða liðlega 25%. Alls hafa 2612 Toyota bílar verið fluttir inn það sem af er. Í öðru sæti er Hyundai með 7,91% hlutdeild eða 813 bíla. Í þriðja sæti er Volkswagen með 779 bíla eða 7,6%. Ford er í fjóðra sæti með 6,9% og 710 bíla.

Fjöldi bifreiða eftir tegundum

Toyota 2612
Hyundai 813
Volkswagen 779
Ford 710
Honda 691
Skoda 552
Suzuki 462
Subaru 461
Nissan 447
MMC 402
Kia 348
Volvo 239
Citroen 208
Mazda 200
Renault 195
GM 185
Peugeot 172
Opel 110
Audi 107
BMW 107
Chrysler 103
Fiat/Alfa R/Lanc. 79
Mercedes-Benz 59
Ssangyong 58
Lexus 55
Land Rover/Rover 53
Porsche 33
Aðrir 25
Daewoo 8
Lincoln 7
Saab 4
Daihatsu 0
Isuzu 0
Samtals: 10284