Hlutabréf í easyJet hafa hækkað um 6%, frá því að markaðir opnuðu í dag og fram að hádegi, vegna frétta þess efnis að FL Group ætli að yfirtaka félagið. Þetta kemur fram í frétt bresku fréttastofunnar BBC.

Eins og áður hefur verið greint frá réði breska flugfélagið Goldman Sachs í vonum að þeir geti hjálpað sér við að hindra hugsanlega yfirtöku íslendinganna.

Greiningaraðilar búast almennt við samrunum flugfélaga vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs. Í ágúst virtist Hannes Smárason útiloka yfirtökutilboð en hélt samt sem áður að kaupa hlutabréf í easyJet.

Breska félagið er enn að stækka og tilkynnti fyrir stuttu kaup á 20 Airbus A319 flugvélgum. Einnig hafa þeir tilkynnt um 18% aukningu farðþegafjölda frá síðasta ári og nemur nú fjöldinn 30 milljónum.

Ekki var hægt að ná í forráðamenn easyJet og spyrjast fyrir um yfirtökuorðróminn.