*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 25. maí 2013 13:05

6 milljóna hagnaður hjá Ölstofunni

Þeir Kormákur og Skjöldur fengu 4,2 milljóna króna arð af rekstri Ölstofunnar í fyrra.

Ritstjórn
Skjöldur og Kormákur við barborðið.

Rétt rúmlega 6 milljóna króna hagnaður var af rekstri Ölstofu Kormáks og Skjaldar ehf. sem rekur samnefnda krá eftir skatta á árinu 2012 samkvæmt ársreikningi félagsins. Fyrir skatta var hagnaðurinn um 7,6 milljónir og nam reiknaður tekjuskattur 1,5 milljónir króna. Það er aðeins lakari afkoma en á síðasta ári þegar hagnaður eftir skatta nam rúmum 9 milljónum króna.

Eigið fé Ölstofunnar nam í lok árs 2012 um 23,8 milljónum króna, eignir námu tæpum 48 milljónum króna og skuldir um 24 milljónum. Félagið greiddi 4,2 milljónir í arð vegna reksturs fyrra árs.

Þeir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson eiga 50% hlut hvor í Ölstofunni.