Kostnaðurinn við sex klukkustunda vinnudag reyndist meiri en ábatinn er niðurstaðan af tveggja ára tilraun sem sænska borgin Gautaborg stóð að að því er fram kemur á Bloomberg .

Þetta er bráðabirgðaniðurstaða eftir að borgin hafði þurft að ráða 17 aukastarfsmenn í kjölfar þess að vinnutíminn var styttur á elliheimili borgarinnar sem tók þátt í tilrauninni. Á elliheimilinu starfa 68 hjúkrunarfræðingar.

Kostaði starfskrafturinn sem bæta þurfti við um 12 milljón sænskar krónur, eða sem nemur 150 milljónum íslenskra króna.

Rannsóknin sýndi þó einnig að starfsmenn fundu fyrir auknu heilbrigði, og það dró úr veikindaleyfum sem og að umönnun vistmanna batnaði, en samt sem áður mun borgin ekki gera tilraunina varanlega.

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um svipaðar tilraunir í Svíþjóð sem hafa gefið misvísandi niðurstöður.