Þær Kristín Anna Þórarinsdóttir og Kristín Líf Valtýsdóttir hafa verið ráðnar til starfa hjá Marel í Garðabæ þar sem iðnaðarsetur fyrir þróun og framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir fiskiðnaðinn er staðsett. Þær munu báðar taka þátt í rannsóknarverkefnum er snúa að lausnum fyrir sjávarútveg.

Marel er verðmætasta fyrirtækið í íslensku kauphöllinni og ver fyrirtækið 6% at tekjum sínum í vöruþróun ár hvert. Kristín Líf er vélaverkfræðingur og Kristín Anna matvælafræðingur. Meðal þess sem nú er unnið að er rannsóknarverkefni í samstarfi við Matís, Norway Seafoods, Faroe Origin og Sintef. Unnið er að þróun á búnaði fyrir beinhreinsun. Marel hyggst þróa tækni og búnað til að ná beingarði úr fiskflökum með hálfsjálfvirkum eða alsjálfvirkum hætti.