Deilt er um á bilinu 60 gengislánamál í Héraðsdómi Reykjavíkur um þessar mundir og hefur dómstjóri við dómstólinn um nokkurt skeið lagt á það áherslu að gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til að leysa úr þeim. Þetta er á meðal þess kemur í umsögn dómstólaráðs við frumvarp Hönnu Birna Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Frumvarpið er á borði Allsherjar- og menntamálanefndar. Í frumvarpinu er leitast við að hraða meðferð úrlausna gengismála sem deilt er um og mælir dómstólaráð með því að dómurum verði fjölgað tímabundið til að hraða úrlausn mála.

Í umsögninni segir orðrétt:

„Dómstólaráð leggst ekki gegn því að ákvæði frumvarpsins nái fram að ganga. Hins vegar vill dómstólaráð vekja athygli á þvi, að verði dómsmál, sem lúta að ágreiningi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu eða uppgjöri slikra skuldbindinga, tekin fram fyrir önnur mál sem þegar eru til meðferðar hjá dómstólunum, mun málsmeðferð þeirra síðamefndu óhjákvæmilega dragast að óbreyttum mannafla. Við Héraðsdóm Reykjavikur eru nú til meðferðar um það bil 60 mál af framangreindum toga og hefur dómstjóri við dómstólinn um nokkurt skeið lagt á það áherslu að gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til að leysa úr þeim málum, ásamt öðrum umfangsmiklum málum sem þangað hafa borist á siðustu mánuðum, m.a, með tímabundinni fjölgun dómara. Að öðrum kosti telur hann að stefnt geti í að málsmeðferðartími lengist verulega.“