Stjórnendur Time Warner hefur hafnað 60 milljarða dala tilboði í sjónvarpsrekstur fyrirtækisins (e. Cable TV). Tilboðið samsvarar sjö þúsund milljörðum króna. Það var sjónvarpsfyrirtækið Charter Communications sem gerði tilboði en verðið þótti of lágt. Charter hafði boðið 132,5 á hlut. 83 dalir áttu að greiðast í reiðufé en afgangurinn í bréfum í fyrirtækinu.

„Í raun eru þessir menn bara að reyna að fá eignir okkar á tombóluverði,“ segir Rob Marcus, forstjóri Time Warner Cable, í samtali við Reuters fréttastofuna.  Hann segir að það hafi því legið beint við að hafna tilboðinu. „Hluthafar okkar munu sjá í gegnum þetta tilboð, að það sé tilraun til þess að stela fyrirtækinu,“ segir Marcus.

Ítarlegri frétt um málið má lesa á vef BBC.