Þegar Harry bretaprins og leikkonan Meghan Markle, tilkynntu um trúflofun sína á mánudaginn fóru minjagripasalar á fullt. Varningur tengdur bresku krúnunni er stór hluti af minjagripamarkaðnum og verður enn stærri í kringum stóratburði líkt og brúðkaup Harry. Í frétt á Bloomberg segir að sala geti aukist um 60 milljónir punda vegna brúðkaupsins.

Í fréttinni er haft eftir Pamelu Harper, forstjóra og stjórnarformanni Halcyon Days, sem selur minjagripi að hönnuðir fyrirtækisins hafi unnið hörðum höndum síðustu daga.

Brúðkaup Harry og Meghan er sagt fara fram í Maí 2018 en þegar William, eldri bróðir Harrys, giftist Kate Middleton fjölgaði ferðamönnum til Bretlands um 350.000 í aprílmánuði þegar þau giftust og smásala jókst um 527 milljónir punda.