Um 16 milljóna króna tap var á rekstri veitingastaðarins Nam í fyrra. Rekstur staðarins hefur verið þungur undanfarin ár því árið 2017 nam tapið 16,6 milljónum og árið 2016 nam það 27,8 milljónum króna. Á þremur árum nemur tapið samtals 60 milljónum króna.

Rekstrartekjur Nam ehf. námu 87 milljónum króna í fyrra samanborið við 125 milljónir árið 2017. Eignir félagsins í lok árs 2018 voru metnar á 38 milljónir en skuldir námu 143 milljónum.

Nam ehf. rekur í dag veitingastað á bensínstöð N1 við Bíldshöfða en áður voru reknir staðir undir nafni Nam á Nýbýlavegi og á Laugarvegi. Nam ehf. er í eigu Burrito Island ehf., en það félag er í eigu félagsins Stöð ehf. og Vífilsgata AB .