Fleiri styðja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk en vinstristjórnina. Stuðningur við núverandi ríkisstjórn mælist 59,9% nú í nýjustu könnun MMR samanborið við 31,% stuðning við ríkisstjórn Samfylkingar og VG.

Fram kemur í könnun MMR að mælingin var gerð dagana 28. maí til 1. júní og tóku 84,8% afstöðu til spurningarinnar sem varpað var fram. Hún var: Styður þú ríkisstjórnina? Svarmöguleikar voru „Já“, „Nei“ og „Veit ekki/Vil ekki svara.“