Skiptum á félaginu þrotabúi Baugur Invest, sem var eitt af dótturfélögum Baugs Group. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu, en þar segir að lýstar kröfur í búið hafi numið 6,1 milljarði króna.

Engar eignir fundust hins vegar í búinu. Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 30. nóvember 2016 var búið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum á búinu lauk 6. mars 2017. Baugur Group átti 100% hlut í Baug Invest, samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið skilaði, árið 2012.