Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 154. Þar af var 101 samningur um eignir í fjölbýli, 39 samningar um sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 6.172 milljónir króna og meðalupphæð á samning 40,1 milljón króna.

Á sama tíma var 25 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 10 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 658 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 21 kaupsamningi þinglýst á Akureyri. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eign en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 536 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 459,8 stig í apríl 2016. Hún hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Til samanburðar var vísitalan 100 í janúar 1994. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,9%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 4,2% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 8,5%.

Þetta kemur fram í fréttum Þjóðskrár .