Heildartekjur Reykjaneshafnar á árinu 2004 námu 103 mkr. sem er um 24 mkr. hærra en árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam rúmum 10 mkr. Rekstrartap ársins nam 61 mkr. en tap ársins eftir afskriftir viðskiptakrafna og fjármagnsgjöld nam 174 mkr.

Heildareignir Reykjaneshafnar námu tæpum 994 mkr. en voru 847 mkr. í árslok 2003. Eigið fé er neikvætt um 947 mkr en var neikvætt um 772 mkr. 2003

Samkvæmt yfirliti um sjóðsstreymi ársins var handbært fé til rekstrar neikvætt um tæpar 111 mkr. á árinu miðað við 45 mkr. árið áður. Fjárfestingahreyfingar námu -192 mkr. en voru -268 mkr. 2003. Fjármögnunarhreyfingar námu 308 mkr. en voru 314 mkr. árið áður. Veltufé til rekstrar er neikvætt um tæpar 42 mkr.

Reykjaneshöfn rekur 5 hafnarsvæði; Helguvíkurhöfn, Keflavíkurhöfn, Njarðvíkurhöfn, og smábátahafnir í Gróf og Höfnum. Helstu tekjur koma frá inn- og útflutningi um Helguvíkur- og Njarðvíkurhöfn, en tekjur af sjávarafla fara minnkandi. Fastir starfsmenn eru sjö.

Reykjaneshöfn er höfn með hafnarstjórn í eigu Reykjanesbæjar. höfnin er b-hlutafélag í ársreikningi Reykjanesbæjar og upplýsingar um kennitölur samstæðunnar er að finna í samstæðureikningi sveitarfélagsins.

Ársreikningurinn er í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Við gerð hans er í öllum meginatriðum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og á fyrra ári. Ársreikningurinn er því gerður eftir kostnaðarverðsaðferð.

Áætlað er að sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Helguvík fari að skila sér í auknum tekjum til hafnarinnar og þegar eru teikn á lofti um að svo sé.