*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 25. ágúst 2019 09:16

62% lækkun

Gengi hlutabréfa Sýnar hefur hríðlækkað frá því það náði hámarki sínu í mars árið 2018.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Fjölmiðla- og fjarskiptafélagið Sýn sendi á þriðjudag frá sér afkomuviðvörun þar sem EBITDA spá félagsins var lækkuð úr á bilinu 6-6,5 milljarða niður í 5,6 milljarða. Að sögn fyrirtækisins kom lækkun í kjölfar vinnu við spáferli fyrirtækisins sem hafi leitt í ljós að fyrri horfur hafi verið of bjartsýnar. 

Tekjur félagsins af fjölmiðlum og fjarskiptum voru ofáætlaðar um 400 milljónir auk þess sem kostnaður við útsendingar var vanáætlaður um 160 milljónir króna. Var þetta í fjórða sinn á síðustu níu mánuðum sem félagið lækkar rekstrarhorfur sínar. 

Óhætt er að segja að fjárfestar hafi ekki tekið vel í tilkynninguna en gengi bréfa félagsins lækkaði um 8,3% í kjölfar tilkynningarinnar. Lækkunin hélt áfram út vikuna og stóð gengi bréfanna í 27,9 krónum á hlut við lokun markaða á föstudag og hafði þá lækkað um 14% í vikunni.

Gengi bréfanna hefur ekki verið jafn lágt síðan í desember árið 2013 og hefur nú lækkað um 62% frá hámarki sínu í mars árið 2018.

Stikkorð: Sýn