Samkeppniseftirlitið - Fundur Í Hörpunni
Samkeppniseftirlitið - Fundur Í Hörpunni
© BIG (VB MYND/BIG)
Sektargreiðslur til Samkeppniseftirlitsins nema samtals 6,2 milljörðum króna síðustu 10 ár. Heildarsektir vegna ólöglegs samráðs nema 4,5 milljörðum og sektir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu nema 1,7 milljörðum. Samtals hafa 42 fyrirtæki verið sektuð, 29 fyrir ólögmætt samráð og 13 fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu.

Hæsta einstaka sektin fyrir ólögmætt samráð nemur 560 milljónum og hæsta einstaka sektin vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu er 315 milljónir. Þetta kom fram í máli Páls Gunnars Pálssonar á ráðstefnu um samkeppnismál nýlega.