Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Heildarviðskipti í Kauphöll Íslands í júlí námu 187 milljörðum króna, samanborið við 117 milljarða í sama mánuði 2010. Viðskipti með hlutabréf voru aðeins brot af heild, eða um 1.300 milljónir. Heildarviðskipti með skuldabréf voru 185 milljarðar króna. Það samsvarar um 8,8 milljörðum á dag. Mest voru viðskiptin með ríkisbréf, alls 140 milljarðar. Viðskipti með íbúðabréf námu 44 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá Kauphöll.

Að meðaltali voru 62 milljóna króna viðskipti með hlutabréf á degi hverjum í júlí, um tvöfalt meira en var í júlí í fyrra. Mest voru viðskipti með bréf Marels, um 575 milljónir króna. Velta bréfa Icelandair var 435 milljónir og velta með bréf Össurar nam 211 milljónum. Úrvalsvísitalan hækkað um 3,7% milli mánaða og stendur í 987 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var MP banki með mestu hlutdeildina 30,6% (5,9% á árinu), Landsbankinn með 27,6% (72,2% á árinu), og Virðing með 10,9% (3,9% á árinu). Landsbankinn var umsvifamestur á skuldabréfamarkaði með 29,8% hlutdeild (19% á árinu), Íslandsbanki með 22,7% (24% á árinu) og MP Banki með 17,9% (25% á árinu).