Um 28,4% fleiri farþegar munu fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári en þessu, sem þýðir að heildarfarþegafjöldi verður um 6,25 milljónir á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri farþegaspá Isavia. Samkvæmt farþegaspám munu um 4,9 milljón farþegar fara um flugvöllin á þessu ári sem er 25,8% aukning frá árinu 2014.

Flest flugfélög sem fyrir eru munu auka tíðni sína á næsta ári, eða bæta við áfangastöðum auk þess að ný flugfélög hefja flug til Keflavíkurflugvallar. Sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga til 80 áfangastaða frá Íslandi. Erlendir ferðamenn verða samkvæmt spánni um 75,7% af farþegum Keflavíkurflugvallar, en hlutfallið var 64,4% árið.

Fjöldi farþegar um Keflavíkurflugvöll á fyrstu 10 mánuðum ársins 2015 var 6,9% umfram það sem farþegaspá gerði ráð fyrir. Ferðum Íslendinga hefur fjölgað um 12,4% á fyrstu 10 mánuðum ársins, en brottfarir Íslendinga voru 381 þúsund á fyrstu 10 mánuðum ársins 2015 en voru 339 á sama tíma 2014.