Hagnaður Straums Fjárfestingarbanka fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi árið 2004 var 3.812 milljónir króna samanborið við 1.769 milljónir króna árið 2003. Hagnaður bankans eftir skatta nam 3.141 milljónum króna samanborið við 1.471 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi árið 2003. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins eftir skatta nam 6.277 milljónum króna og hækkar um 168% frá fyrra ári.

Hreinar rekstrartekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 7.970 milljónum króna og jukust um 207% frá fyrra ári.

Arðsemi eigin fjár var 38,2% á fyrstu níu mánuðunum sem gerir 53,9% arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli.

Hagnaður á hlut var 1,51 krónur samanborið við 0,77 krónur árið 2003.

Heildareignir bankans námu 68.385 milljónum króna en voru 22.530 milljónir króna í árslok 2003 og hafa því vaxið um 204% á tímabilinu.