Engar eignir fundist í þrotabúi félagsins Brimstone ehf., sem var í eigu Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi fostjóra United Silicon. Félagið var lýst gjaldþrota í maí og lauk skiptum þann 4. desember. 628 milljóna kröfum var lýst í búið sem ekkert fékkst upp í.

Í byrjun árs 2018 krafðist þrotabú United Silicon að staðfest yrði kyrrsetning á eignum Magnúsar frá 17. september 2017, en þeirra á meðal var 100% hlutur í Brimstone. Meðal annara eigna voru fasteignir í Kópavogi og Lyngby í Danmörku, Tesla og Mercedes Benz bifreiða og eignarhlutar í Tomahawk Development á Íslandi. Það félag var lýst gjaldþrota í febrúar á þessu ári.

Samhliða staðfestingu á kyrrsettningu stefndi þrotabúið Magnúsi og fór fram á að honum yrði gert að greiða yfir 530 milljónir króna vegna útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í ágúst á síðasta ári stefndi félagið honum á ný fyrir meint fjársvik vegna greiðslu um 70 milljóna króna inn á bankareikning í Danmörku.