Fjármögnun uppbyggingar á Landssímareitnum í miðborg Reykjavíkur er lokið með útgáfu nýs skuldabréfaflokks að upphæð 6.258 milljónum króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskum verðbréfum sem voru umsjónaraðilar skuldabréfaútgáfunnar og miðluðu henni ásamt RU ráðgjöf ehf. til fjárfesta.

Útgefandi skuldabréfaflokksins og eigandi Landssímareitsins er Lindarvatn ehf. sem er í jafnri eigu Icelandair Group hf. og Dalsness ehf. Lindarvatn hefur leigt stóran hluta reitsins til Icelandair Hotels sem mun opna Iceland Parliament hótel þar undir merkjum Curio by Hilton. Auk þess verða verslanir, veitingastaðir og íbúðir á reitnum.