*

laugardagur, 28. mars 2020
Innlent 2. desember 2019 09:12

63 milljarða viðskiptaafgangur

Viðskiptajöfnuður var 10,8 milljörðum lægri á þriðja ársfjórðungi þessa árs en hann var á sama tíma í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptaafgangur við útlönd var 63 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við 73,8 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans. Halli á vöruviðskiptajöfnuði var 45,9 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 101,3 milljarðar Frumþáttatekjur skiluðu 13,4 milljarða afgangi en rekstrarframlög 5,9 milljarða halla.

Samkvæmt bráðabirgðayfirliti um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2019 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.870 milljörðum en skuldir 3.156 milljörðum Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 714 ma.kr. eða 24,5% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 91 ma.kr. eða 3,1% af VLF á fjórðungnum.

Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 115 ma.kr. á fjórðungnum og munar þar mest um kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum sem námu um 80 ma.kr.