Það munar nokkuð um það þegar forstjórar stórfyrirtækja láta af störfum eins og sást af níu mánaða uppgjöri Og Vodafone. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 465 m.kr. eða 26,1% af tekjum. Þetta er nokkuð undir spá Greiningardeildar Landsbankans, sem gerði ráð fyrir 28,5% EBITDA framlegð. Þar munar um 63 milljóna kr. gjaldfærslu vegna starfsloka Óskars Magnússonar, fyrrverandi forstjóra, en ef litið er fram hjá henni nam EBITDA 29,6% af tekjum. Starfslokasamningurinn hafði því nokkur áhrif á framlegð félagsins.

Þetta mun vera kostnaður við samning Óskars sem reyndar var ekki lengi atvinnulaus þar sem hann var strax ráðinn til TM þar sem hann hefur störf í byrjun næsta árs. - Og fyrir utan samninginn þá átti Óskar umtalsverða eign í hlutabréfum í félaginu sem einnig voru keypt við starfslok hans þar.