Á þeim átta árum frá því að fjármálakreppan hófst þá hafa seðlabankar heimsins lækkað vexti alls 637 sinnum og keypt skuldabréf að andvirði um 12.300 milljarða Bandaríkjadala, eða 1,6 milljón milljarða íslenskra króna, í tilraunum þeirra til að hleypa lífi í fjármála- og hagkerfi heimsins.

Þrátt fyrir þessar miklu aðgerðir þá hefur á hagkerfi heimsins aðeins vaxið um 11% á síðustu sex árum samkvæmt upplýsingum frá Bank of America Merrill Lynch. Ítarlega er fjallað um vaxtaákvarðanir seðlabanka heimsins í nýjasta pistli Óðins í Viðskiptablaðinu sem kom út 3. mars.

Núverandi stöðu stýrivaxta í helstu hagkerfum heimsins, auk Íslands, má sjá má sjá hér að ofan.