Hagnaður DHL Express Iceland ehf. nam 64 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Stóð hagnaður í stað frá fyrra ári þegar hann nam einnig 64 milljónum. EBITDA félagsins nam 121 milljón og jókst um 47 milljónir milli ára á meðan rekstrarhagnaður (EBIT) nam 77 milljónum og jókst um 16 milljónir. Gengismunur félagsins var hins vegar neikvæður um tæpar 2 milljónir meðan hann var jákvæður um 15 milljónir árið 2017.

Eignir félagsins námu 738 milljónum í árslok og hækkuðu um 34 milljónir milli ára. Fastafjármunir hækkuðu hins vegar um 171 milljón milli ára og námu 196 milljónum í árslok. Þá nam handbært fé 420 milljónum og hækkaði um 43 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins var 50% í árslok. Félagið er að fullu í eigu Deutsche Post Inte rnational B.V. sem er dótturfélag Deutsche Post DHL Group