Heildarvelta af viðskiptum í Kauphöll í dag nam rétt tæpum 6,5 milljörðum króna. þar af var um 5,9 milljarða velta af viðskiptum með skuldabréf og um 640 milljóna króna velta af viðskiptum með hlutabréf á Aðalmarkaði.

Mest var hækkunin á gengi bréfa í Tryggingarmiðstöðinni eða um 0,88% og þar á eftir hækkaði gengi bréfa í Marel um 0,66%. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri (0,68%) og VÍS (0,66%) en gengi síðarnefnda félagsins lækkaði umtalsvert í viðskiptum gærdagsins, eða um 2,9%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,18% og var lokagildi hennar 1.396,75.