937 milljóna króna velta var í viðskiptum með hlutabréf á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag en um 300 milljóna króna velta var á First North og 5,6 milljarða velta var á viðskiptum með skuldabréf á sama tíma. Alls var því um 6,5 milljarða króna velta á Kauphöllinni í dag.

Litlar breytingar urðu á gengi hlutabréfa á Aðalmarkaði en aðeins hækkaði gengi eins félags, Eimskipafélags Íslands, um 0,84%. Mest lækkaði gengi hlutabréfa í Högum eða um 1,85% og þar á eftir var mesta lækkunin á gengi bréfa Nýherja um tæpt prósentustig.

Útvalsvísitalan lækkaði um 0,53% í viðskiptum dagsins í dag og stendur lokagildi hennar í 1.367,37.