Seldar gistinætur voru 6,5 milljónir hér á landi árið 2015 og fjölgaði um 19% frá fyrra ári. Gistinætur erlendra ferðamanna voru 86% af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði um 27% frá fyrra ári. Á sama tíma fækkaði gistinóttum Íslendinga um 14%.

Flestar gistinætur voru á hótelum, eða 63%, 13% gistinátta var á tjaldsvæum og 24% á öðrum tegundum gististaða. Gistinótt­um fjölgaði í öllum landshlutum á milli ára. Sem fyrr voru flestar gistinætur á höfuðborgar­svæð­inu en hlutfallslega fjölgaði gistinóttum þó mest á Vesturlandi og Suður­nesjum.

Heildarfjöldi gistinátta hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2011, en á þeim tíma hefur gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgað um 129,3% og gistinóttum Íslendinga um 15,6%