Skiptum er lokið á félaginu Gildruklettar, sem var fyrirtæki í eigu Einars Sveinssonar, Benedikts Jóhannessonar og Halldórs Teitssonar. Kröfur í búið námu 647 milljónum króna, en engar eignir fundust í búinu, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Félagið Gildruklettar hét utan um 5% hlut í Nýherja en Landsbankinn tók félagið yfir fyrr á árinu. Það var hluti af skuldauppgjöri. Félagið Gildruklettar ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 10. maí síðastliðinn.