*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 21. desember 2015 15:35

66 milljarða króna opnunarhelgi

Star Wars: The Force Awakens slær öll met á fyrstu helgi sýningar á kvikmyndinni.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Nýjasta kvikmyndin í Stjörnustríðssögunni hefur slegið öll sölumet, hvort sem er í Bandaríkjunum eða á heimsvísu. 

‘Star Wars: The Force Awakens’ seldi aðgöngumiða í Bandaríkjunum fyrir 238 milljónir bandaríkjadala, eða 30 milljarða íslenskra króna, á fyrstu helgi sýninga.

Utan Bandaríkjanna hefur hún svo halað inn 280 milljónum bandaríkjadala, eða aukalegum 36 milljörðum króna. 

Samtals nema sölur á bíómyndina því einhverjum 66 milljörðum króna á fyrstu helgi sýninga.

Í viðtali við Wall Street Journal segir Rober Iger, framkvæmdastjóri Disney - sem keypti vörumerkið af Lucasfilm fyrir 4 milljarða bandaríkjadala árið 2012 - að myndin eigi að hala inn samtals þessum 4 milljörðum á ný.

Kvikmyndin sé ekki aðeins framhald sögunnar, og gerð í þágu gamalla aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna, heldur sé hún einnig hugsuð til þess að fá nýja aðdáendur inn í vörumerkið og hugarheim George Lucas.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is