Greiðslur til landbúnaðarins vegna búvörusamninga og tveggja sjóða nema samtals 13,2 milljörðum króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Helmingur fjárhæðarinnar eða 6,6 milljarðar króna eru greiðslur til mjólkurframleiðenda. Um 4,9 milljarðar renna til sauðfjárframleiðslu og tæpar 600 milljónir til grænmetisframleiðenda. Ríflega 500 milljónir eru eyrnamerktar Bændasamtökum Íslands og Búnaðarsjóður og Framleiðnisjóður landbúnaðarins fá samtals 600 milljónir.

Greiðslur vegna búvörusamninganna hækka um 2,3% milli ára og er það vegna verðslagsuppfærslu fjárlaga að teknu tilliti til verðbólgu. Fjárhæðin sem eyrnarmerkt er Bændasamtökunum í fjárlagafrumvarpinu hækkar um 2,5% milli ára. Ástæðuna fyrir þessu segir Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, að hluti framlagsins sé launakostnaður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Útlit er fyrir að einkaneysla aukist hraðar en hagvöxtur næstu ár
  • Ferðaþjónustan hefur áhyggjur af lokun flugvalla
  • Seðlabankinn vill sjá rekstrarhagræðingu hjá bönkum
  • Skuldabréf eiga að vera leiðinleg
  • Skorið hefur verið niður í innanlandsflugi en nú er skoðað að lækka opinber gjöld
  • Reykjavík Roasters opna nýtt kaffihús í Brautarholti
  • 3X Technology býður upp á nýtt kælikerfi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki
  • Skotveiðimenn halda til heiða eftir nokkrar vikur og rjúpnastofninn vex milli ára
  • Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir í viðtali að hagræðing í ríkisrekstrinum sé óhjákvæmileg
  • Týr skrifar um Rúv og Eurovision, Huginn og Muninn eru á sínum stað og Óðinn skrifar um ríkisstarfsmenn
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira