*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 9. júní 2019 12:03

66 milljóna króna hagnaður Dressmann

Dressmann á Íslandi hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 52 milljóna króna hagnað árið áður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Dressmann á Íslandi hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 52 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur fataverslunarinnar námu 597 milljónum króna og eignir námu tæplega 423 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 344 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var því 81% í árslok 2018.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 127 milljónum króna en að meðaltali störfuðu 14 manns hjá fyrirtækinu í fyrra. Leiv Erik Martinsen er framkvæmdastjóri félagsins.

Stikkorð: uppgjör Dressmann