Árið 2015 tapaði lögfræðistofan JP Lögmenn 6,6 milljónum samkvæmt ársreikningi félagsins. Árið 2014 hagnaðist stofan hins vegar um 40,2 milljónir. Rekstrartap lögfræðistofunnar nam 7,8 milljónum í fyrra samanborið við rekstrarhagnað upp á 51,1 milljón árið áður.

Félagið rekur lögmannastofu í Reykjavík og á Selfossi. Eignir fyrirtækisins námu 257 milljónum í lok árs 2015 samanborið við 295 milljónir í lok árs 2014. Eigið fé JP lögmanna í lok árs 2015 nam tæpri 51 milljón samanborið við 67,3 milljónir í lok árs 2014. Handbært fé stofunnar nam í árslok 2015 tæpum 4 milljónum.

Eigendur JP Lögmanna eru þeir Guðjón Ólafur Jónsson, sem á 50% hlut og Óskar Sigurðsson sem á 50% hlut.