Velta Norðlenska árið 2011 var 4.548 milljónir króna og jókst um rúm 10% á milli ára.

Hagnaður ársins var 291 milljón króna og eigið fé Norðlenska er nú 386 milljónir króna.

Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 540 bænda, arð að upphæð 66 milljónir króna. Hagnaður rsins er m.a. til kominn vegna sterkrar stöðu á innanlandsmarkaði, en vörur og vörumerki Norðlenska njóta mjög mikilla vinsælda hjá neytendum samkvæmt fréttatilkynningu.

Kjötvinnsla
Kjötvinnsla
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Unnið við kjötvinnslu hjá Norðlenska.