*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 6. febrúar 2006 10:55

66,5% íbúa Reykjanesbæjar hlynntir álveri í Helguvík

Ritstjórn

Alls eru 66,5% íbúa Reykjanesbæjar hlynnt því að reist verði álver í Helguvík en 19% eru andvígir. Þetta eru niðurstöður könnunnar IMG Gallup, sem var framkvæmd 13-23. janúar meðal íbúa Reykjanesbæjar.

Úrtakið var 746 manns og svarhlutfall 71,3%.

?Við hljótum að líta á þessa niðurstöðu sem mikilvægan stuðning í þeirri undirbúningsvinnu sem nú er í gangi í samstarfi við Reykjanesbæ og Norðurál um álver í Helguvík," segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.