S tærsta útivistarkeðja Bretlands, verslunarkeðjan Blacks, hefur hafið sölu á fatnaði 66°Norður. Til að byrja með verður klæðnaður framleið- andans til sölu í fjórum verslunum í London og einni í Manchester auk þess sem hann verður til sölu í netverslun Blacks.

Styrmir Bjartur Karlsson, yfirmaður alþjóðadeildar 66°Norður, flaug ásamt fleiri starfsmönnum fyrirtækisins til London sl. miðvikudag. Þar ætla þeir hitta verslunarstjóra þeirra Blacks verslana sem selja vörur 66°Norður og kynna fyrir þeim fyrirtækið og vörurnar.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.