Atvinnuleysi hélst óbreytt þriðja mánuðinn í röð á evrusvæðinu og var 7,1% í apríl. Atvinnuleysi innan aðildarríkja ESB hélst einnig stöðugt, í 6,7%. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi á evrusvæðinu 7,5% og atvinnuleysi innan ESB 7,2%.

Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, áætla að rúmlega 16 milljónir manna hafi verið atvinnulaus innan ESB í apríl, þar af rúmar 11 milljónir á evrusvæðinu. Minnst atvinnuleysi var í Danmörku (2,7%) og Hollandi (2,8%), en mest var það í Slóvakíu (10,0%) og á Spáni (9,6%).

Eurostat birti einnig í gær bráðabirgðaáætlun sína um verðbólgu á ársgrundvelli í maí. Reiknað er með að hún verði í kring um 3,6% en hún var 3,3% í apríl.