Síldarvinnslan var með gríðarlega sterkt eiginfjárhlutfall upp á 67% á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þetta kemur fram í nýbirtu árshlutauppgjöri félagsins. Til samanburðar er Brim, skráða sjávarútvegsfyrirtækið, með tæplega 47% eiginfjárhlutfall.

Þetta vekur upp spurningar hvort Síldarvinnslann hyggist stækka með yfirtökum á öðrum félögum eða kvóta fljótlega. Í fjárfestakynningu félagsins þegar félagið fór á markað fyrir ári segir meðal annars að vaxtartækifæri eru til staðar fyrir Síldarvinnsluna þar sem svigrúm er upp í 12% hámarks hlutdeild af heildar aflaheimildum, en félagið var þá með 7,7% hlutdeild. Tækifærin í aukningu eru aðallega í bolfiski.

Sjá einnig: Tekjur Síldarvinnslunnar tvöfölduðust

Stjórnendur Síldarvinnslunnar spá því að Ebitda félagsins verði 86-96 milljónir Bandaríkjadala í ár en Ebidtan var 85 milljónir dala í fyrra.

Spáin er sett fram þar sem margir óvissuþættir eru fyrir hendi, svo sem úthlutun kvóta og gengi íslensku krónunnar en Síldarvinnslan gerir ekki ráð fyrir að krónan styrkist um meira en 10% á seinnihluta ársins.

Mikil mengun vegna olíunotkunar

Í fjárfestakynningu félagsins sagði Gunnþór Ingvason forstjóri að Síldarvinnslan hefði brennt 5,3 milljónum lítra af olíu vegna skerðinga á raforku til fyrirtækisins vegna lélegs vatnabúskapar Landsvirkjunar.

Hér má sjá kynningu Gunnþórs Ingvasonar sem var haldin í gær eftir lokun markaða.