Frumvarp að nauðasamningi Straumborgar, félags Jóns Helga Guðmundssonar, var samþykkt á fundi með kröfuhöfum þann 15. maí síðastliðinn. Frum­varpið var samþykkt með 67% at­kvæða eftir höfðatölu og 68,95% at­kvæða eftir kröfufjárhæðum.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu, þar sem nauðasamningurinn er birtur, að Arion banki er stærsti kröfuhaf­inn með um 54,2% krafna. Næst­stærstur er Landsbankinn sem gerir um 2,6 milljarða kröfu í búið. Sam­tals nema kröfur um 17,6 milljörðum króna. Leitað verður staðfestingar nauðasamnings hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð