6,7% Íslendinga bjuggu við skort á efnislegum lífsgæðum á síðasta ári, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar . Hlutfallið lækkaði umtalsvert í aðdraganda hrunsins en jókst síðan aftur eftir það. Hlutfallið var þó ekki hærra á árunum 2010-2013 en það hafði verið árin 2004-2007. Í samanburði við önnur lönd á Evrópska efnahagssvæðinu var hlutfall íbúa á Íslandi sem býr við skort á efnislegum lífsgæðum það sjötta lægsta árið 2012.

Fólk sem býr við skort af efnislegum lífsgæðum er skilgreint þannig að það þarf að takast á við þrennt af eftirfarandi: Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum, hefur lent í vanskilum vegna lána á síðasta árinu, hefur ekki efni á að fara í frí með fjölskyldunni, hefur ekki efni á staðgóðum máltíðum og hefur ekki efni á að halda húsnæði nægjanlega heitu. Fólk sem hefur ekki tök á að kaupa sér sjónvarp, þvottavél og bíl.

Árið 2013 skorti 7,5% kvenna efnisleg lífsgæði en 5,9% karla. Hlutfallið var hæst meðal heimila einhleypra með börn eða 25,2%. Þá var hlutfallið hátt meðal atvinnulausra, 21,5% og öryrkja, 24,6%.