Það má heita merkileg staðreynd að 67% stjórnenda segja að fyrirtæki þeirra hafi innleitt siðareglur. Þetta kemur fram í könnun sem Þröstur Olaf Sigurjónsson, aðjúnkt viðskiptadeild HR, gerði á stöðu siðferðis í íslensku viðskiptalífi. Könnunin var gerð meðal stjórnenda.

"Nú kann að vera að menn skilji orðið siðareglur með margvíslegum hætti. En ef þetta er staðreynd þá hefur það ekki farið hátt að íslensk fyrirtæki eigi sér og starfi samkvæmt siðareglum. Það eru síðan 78% þeirra sem segja að stjórnendur eru gerðir ábyrgir brjóti þeir gegn siðareglum fyrirtækisins," segir Þröstur um þessa niðurstöðu.