*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Erlent 5. febrúar 2019 19:02

68 milljarða sáttargreiðsla Apple

Apple hefur komist að samkomulagi við frönsk yfirvöld um greiðslu á ógreiddum sköttum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Apple hefur komist að samkomulagi við frönsk yfirvöld um greiðslu á ógreiddum sköttum. BBC greinir frá þessu.

Samkvæmt frétt franska blaðsins L'Express nam greiðslan samtals 500 milljónum evra, sem samsvarar um það bil 68 milljörðum króna.

Apple í Frakklandi staðfesti í yfirlýsingu til Reuters að samkomulagið hafi átt sér stað en neitaði að gefa upp hversu há sáttargreiðslan til yfirvalda var.

Stikkorð: Apple Frakkland