Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans bárust tæplega þúsund beiðnir um undanþágur frá lögum og reglum um gjaldeyrismál á árinu 2011.

Á árinu var 946 beiðnum lokið, þarf af voru 688 undanþágur veittar, 112 var hafnað, 23 veitt undanþága að hluta og 123 var lokið með öðrum hætti. Þetta kemur fram í ársskýslu Seðlabanka Íslands.

Seðlabanki Íslands sendi þessar upplýsingar frá sér í dag í svari við fyrirspurn sem barst síðunni Spyr.is um undanþágur og áhrif þeirra.

Fram kemur að ekki sé hægt að framkvæma slíka samninga nema að fyrir liggi undanþága frá Seðlabanka Íslands. Lögin segja til um að slíkar undanþágur séu ekki veittar nema tryggt sé að þær grafi ekki undan fjármálastöðugleika og stöðugleika í gengismálum.