*

fimmtudagur, 29. júlí 2021
Innlent 6. maí 2021 11:19

6,9 milljarða vöruviðskiptahalli

Vöruviðskiptahalli fyrir síðasta mánuð var 6,9 milljarðar í samanburði við 7,3 milljarða króna á sama tíma fyrir ári síðan.

Snær Snæbjörnsson
Vöruviðskiptaójöfnuður var hagstæðari um 0,4 milljarða fyrir apríl miðað við sama tíma í fyrra
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru vöruviðskipti fyrir aprílmánuð óhagstæð um 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar.

Vöruflutningur til landsins nam rúmlega 68,3 milljörðum í mánuðinum sem var að líða en vöruútflutningur nam tæplega 61,5 milljörðum. Til samanburðar var vöruskiptahalli fyrir apríl í fyrra 7,3 milljarðar króna og vöruskiptaójöfnuðurinn því hagstæðari um 0,4 milljarða en á sama tíma fyrir ári.  

Þá jókst verðmæti vöruinnflutnings í ár úr 54,6 milljörðum króna í apríl 2020 í 68,3 milljarða í apríl 2021 eða um 25%. Að sama skapi jókst verðmæti vöruútflutnings fyrir sama tímabil úr 47,3 milljörðum króna í 61,5 milljarð sem að er 30% breyting.  

Á tólf mánaða tímabilinu frá apríl 2020 til apríl 2021 hækkaði gengisvísitalan um 10,1% og þá styrktist gengið um 4,5%.